Hólsvirkjun
Arctic Hydro hefur unnið að virkjun Hólsár og Gönguskarðsár í Þingeyjarsveit síðan árið 2011. Hólsá og Gönguskarðsá sameinast og kallast eftir það Árbugsá og rennur sem slík til Fnjóskár skammt frá bænum Þverá í Fnjóskadal.
Eftir að samningar um rannsóknir og nýtingu voru kláraðir við landeigendur hófust mælingar á rennsli og rannsóknir vegna mats á umhverfisárifum. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við virkjunina árið 2018 og á gangsetningu árið 2019. Verkfræðistofan EFLA hefur verið tæknilegur ráðgjafi við verkefnið.
Helstu kennistærðir eru eftirfarandi:
• Vatnasvið til virkjunar: 60 km2
• Hönnunarrennsli: 2,6 m3/s
• Flatarmál inntakslóns á Hólsdal í hæstu stöðu: 1,9 ha
• Flatarmál inntakslóns í Gönguskarði í hæstu stöðu: 0,8 ha
• Miðlunarrýmd: Næg til dægurmiðlunar
• Lengd fallpípu: 4.800 m
• Lengd veitulagnar frá Gönguskarði: 1.200 m
• Þvermál fallpípu: 1.100 mm – 1.200 mm
• Þvermál veitulagnar frá Gönguskarði: 900 mm
• Yfirfallshæð: 315 m.y.s.
• Frárennslishæð: 60 m.y.s.
• Brúttófallhæð: 255 m
• Uppsett afl: 5,5 MW
• Orkuframleiðsla: 35 GWst/ári
• Tenging: 39 km frá virkjun alla að Rangárvöllum á Akureyri.