Build Anything Anywhere
Elegantly designed WordPress theme for Construction Websites.
Elegantly designed WordPress theme for Construction Websites.
Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start writing!
Arctic Hydro hefur unnið að virkjun Hólsár og Gönguskarðsár í Þingeyjarsveit síðan árið 2011. Hólsá og Gönguskarðsá sameinast og kallast eftir það Árbugsá og rennur sem slík til Fnjóskár skammt frá bænum Þverá í Fnjóskadal.
Eftir að samningar um rannsóknir og nýtingu voru kláraðir við landeigendur hófust mælingar á rennsli og rannsóknir vegna mats á umhverfisárifum. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við virkjunina árið 2018 og á gangsetningu árið 2019. Verkfræðistofan EFLA hefur verið tæknilegur ráðgjafi við verkefnið.
Helstu kennistærðir eru eftirfarandi:
• Vatnasvið til virkjunar: 60 km2
• Hönnunarrennsli: 2,6 m3/s
• Flatarmál inntakslóns á Hólsdal í hæstu stöðu: 1,9 ha
• Flatarmál inntakslóns í Gönguskarði í hæstu stöðu: 0,8 ha
• Miðlunarrýmd: Næg til dægurmiðlunar
• Lengd fallpípu: 4.800 m
• Lengd veitulagnar frá Gönguskarði: 1.200 m
• Þvermál fallpípu: 1.100 mm – 1.200 mm
• Þvermál veitulagnar frá Gönguskarði: 900 mm
• Yfirfallshæð: 315 m.y.s.
• Frárennslishæð: 60 m.y.s.
• Brúttófallhæð: 255 m
• Uppsett afl: 5,5 MW
• Orkuframleiðsla: 35 GWst/ári
• Tenging: 39 km frá virkjun alla að Rangárvöllum á Akureyri.