Um okkur

Upphafið

Það má segja að upphafið af Arctic Hydro sé þegar Sigurbjörn Skírnisson einn af stofnendum og eigendum félagsins byggði Skarðsvirkjun lll ásamt systkinum sínum frá Skarði í Dalsmynni og syni Skírni Sigurbjörnssyni. Með byggingu Skarðsvirkjunar lll var uppsett afl á Skarði aukið um 55kW eða frá 30kW í 85kW. Minni vélasamstæðan var smíðuð í Hamar í Noregi 1914 og er enn í góðu lagi. Túrbínan er Francis túrbína og hefur Sigurbjörn endurbyggt hana frá grunni ásamt rafala og gangráð. Árið 2006 fara Skarðsmenn í að stækka virkjunina með því að bæta við vélasamstæðu í sama stöðvarhús, en byggðu nýtt inntak ásamt því að leggja nýjan vatnsveg. Túrbína í Skarðsvirkjun lll er Pelton túrbína með tveimur spíssum.

 

IMG_0316-1

IMG_0317

IMG_0325-1

IMG_0330